top of page
Loftslagsvefur

Neysla okkar hefur áhrif

Updated: Oct 10, 2019

Nokkrir punktar um umgengni við náttúruna og auðveldar leiðir til að leggja sitt af mörkum.


Hér koma nokkur atriði sem við getum öll byrjað að gera strax í dag varðandi umgengni við náttúruna:


Við getum öll farið einn dag í viku og tínt rusl, bæði á landi og í fjörum. Því að dýrin í sjónum eru að deyja, meðal annars vegna rusls sem fýkur af landi og út í sjó.


Við getum hætt að henda svona miklu sorpi.


Við getum hætt að nota svona mikið einnota


Við getum gefið hluti í staðinn fyrir að henda þeim.


Varðandi neyslu

Ein góð hugmynd er að gera sér lista um hvað maður getur gert varðandi neyslu. Dæmi: Ég get keypt minna af mat í einnota umbúðum, verið fljótari í sturtu,

notað almenningssamgöngur eins og strætó eða hjólað, endurvinna, gera við hluti sem bila, gefa hluti áfram sem maður er hættur að nota eins og föt og leikföng. Og margt fleira.


Gerið endilega ykkar eigin lista. Góðar hugmyndir er að finna á vefnum: 50 ways to help. Hann er einfaldlega listi sem er með 50 leiðum sem þú getur notað til að hjálpa loftslaginu okkar.


Margt lítið gerir eitt stórt.


Mikael, 9. bekk

10 views1 comment

Recent Posts

See All

1 Comment


Anton Teitur Ottesen
Anton Teitur Ottesen
Oct 11, 2019

Flottur Mikael

Like
bottom of page