top of page

Skólar á grænni grein

​

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd.

Markmið skóla á grænni grein eru að:
  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

  • Efla samfélagskennd innan skólans.

  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

​

Umhverfissáttmáli
​

Gerðu það sem er rétt fyrir umhverfið - ekki það sem er auðveldast.

Skólinn leggur áherslu á:

• Að nemendur læri gildi þess að ganga vel um náttúruna og umhverfið sitt.

• Að draga úr sóun verðmæta og nýta vel þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir.

• Að endurnýta og endurvinna það sem hægt er.

• Að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks.

Markmið og leiðir

1. Við ætlum að hafa markvisst útinám:

· Á t.d. skólalóð og útinámssvæðinu okkar.

· Fara í gönguferðir, vettvangsferðir og kynnast sveitinni okkar og örnefnum.

· Rækta t.d. kartöflur og planta trjám.

2. Við ætlum að að spara orku:

· Vera með miða á veggjum sem minnir fólk á að slökkva ljósin og á rafmagnstækjum.

· Hafa rafmagnsmælingu í janúar á hverju ári.

· Stefnt að því að hafa rafmagnslausan dag á skólaárinu á hverju skólaári.

3. Draga úr neyslu:

· Kaupa minna og endurnýta meira.

· Endurvinna pappír, plast, málmhluti og matarleifar.

· Endurvinna gler og ýmis afgangsefni í t.d. listsköðun.

4. Halda áfram að fræða nemendur og starfsmenn um umhverfismál:

· Fá utanaðkomandi fyrirlesara um umhverfismál.

· Fylgjast vel með nýjungum í umhverfismálum t.d. bílar, rafmagn, matvörur og fair trade.

bottom of page