Þú leitar á netinu og plantar trjám í leiðinni
Einn möguleiki til að hjálpa heiminum er að rækta tré í kringum húsið sitt eða bara allstaðar sem þú getur. En það er líka til leitarvél sem heitir Ecosia.org og markmiðið þeirra er að rækta einn milljarð trjáa fyrir 2020. Ecosia notar 80%af tekju sinni í að rækta tré og það kostar þá 0,2 evrur að rækta eitt tré. Ef þú leitar að meðaltali 45 sinnum rækta þau eitt tré og það tekur 0,8 sekúndu fresti. Þau rækta tré í Haítí, Níkaragva, Kólumbíu, tveimur stöðum í Perú, tveimur stöðum í Brasilíu, Spáni, Morocco, Senegala, Búrkína Fasó, Ghana, Ethiopia, Úganda, Keníu, Tansaníu, Madagaskar, og þremur stöðum í Indónesíu. Þessi leitarvél er alveg örugg og kostar ekkert að nota hana.
Guðbjörg Bjartey, 9. bekk
コメント